top of page

A PERFORMANCE

P E R I O D I Z A T I O N

ÞJÁLFARAR & STJÓRNENDUR:
Minna af meiðslum og betri fammistaða.
Fáðu skýran ramma fyrir líkamlega þjálfun sem styður

við leikstíl og markmið liðsins, allt tímabilið.

UMSAGNIR ÞJÁLFARA

kg.webp

KRISTJÁN GUÐMUNDSSON

"Ég var svo lánsamur að þjálfa meistaraflokks lið með Andra í fjögur ár. Á þeim árum náði ég að fylgjast með í návígi þróun á líkamsþjálfun sem Andri stjórnaði hjá liðinu okkar og þú ert hugsanlega að tileinka einhverju svipuðu að þínu eigin liði.

 

Stöðugar framfarir voru hjá leikmönnum á milli ára í þoli og styrk og það sem dýrmætast var að meiðslum leikmanna snar minnkaði. Það er ótrúlegt frá því að segja að við fórum í gegnum langt tímabil þar sem engin tognun átti sér stað hjá leikmönnum, eða í 2 ár og 4 mánuði samfellt! Þetta er svo einstakur árangur að við þorum ekki að segja frá því.

 

Útgangspunkturinn í þjálfunaráætlinunni hjá Andra er alltaf íþróttin sjálf, fótbolti. Það er því auðvelt fyrir þjálfara að tileinka sér líkamsþjálfun Andra sama hvaða aldur eða kyn þú ert að vinna með og ein aðferð gengur ekki fyrir alla heldur býr mikill sveigjanleiki í þjálfuninni sem lögð er fyrir hvert lið.

 

Það er því töluverður ávinningur að þiggja leiðsögn hjá Aperformance þjálfun til að auka gæði, heilbrigði og ánægju á æfingum hjá þér og þínu liði."

Kristján Guðmundsson, BEd / UEFA-Pro

erin.png

ERIN McLEOD

"I have had the pleasure of working with Andri as an athlete and also as part of his coaching staff. 

 

The programming that he has created for all the athletes at Stjarnan FC (different ages and level of competition) is second to none.  The amount of detail he spends on loading, interpreting GPS feedback, movement screening, preparation for training, speed and power, is something, as an athlete, I have benefitted from everyday. 

 

Andri is passionate about what he does and is invested in the people that he works with to help them improve in every way he can.  He is efficient in analysing the output numbers of athletes and determining load levels for the training sessions for the week and instrumental in the step by step procedure when returning from injury for athletes. 

 

He is an absolute pleasure to work with."

Olympic Champion and 2 X medalist

4 X FIFA Women's World Cup participant

3X Olympic participant

Canadian Olympic Hall of Fame

image.png

BRYNJAR KRISTMUNDSSON

"Andri hjá Aperormance hefur verið þvílík lyftistöng fyrir okkur öll hjá Víking Ó.

 

Við höfum náð að lyfta upp öllu tempói á æfingum og þar af leiðandi sjáum við þvílíkan mun á þoli og styrk og á sama tíma verið 100% laus við allar vöðvatognanir. 

Andri setur upp æfinga-fasana á mjög þægilegan hátt og hefur það hjálpað okkur þjálfurum þvílíkt upp á skipulag að gera.

Ég mæli því hiklaust með að fá Andra með sér í lið."

Aðalþjálfari Víkings Ólafsvíkur 

UEFA A 

palli.jpg

PÁLL ÁRNASON

"Ég hef unnið með Andra í yfir áratug og hann er faglegasti og duglegasti maður sem ég hef unnið með.

 

Hann breytti því hvernig við vinnum með periodization hjá Stjörnunni og hefur fært okkur upp á næsta stig.


Hann hefur hæfileika til að útskýra flókin atriði á þann hátt að allir sem að málinu koma skilji og geti komið þeim í framkvæmd.


Hann hugsar rökrétt, sér lausnir í öllu sem hann vinnur að og á auðvelt með að aðlaga sig mismunandi hópum og aðstæðum.


Ég get ekki mælt nógu mikið með honum!"

Yfirþjálfari yngri flokk í Stjörnunni.

image.png

HÁKON ATLI HALLFREÐSSON

"Ég hef núna unnið með Andra í 1 ár og hefur hann hjálpað mér með periodization fyrir 2 flokk karla hjá Stjornunni.

 

Andri er ótrúlega fær í sínu fagi og hefur hann hjálpað mér mjög mikið. Hann hefur auðveldað vinnu mína gríðarlega mikið og hvernig hann setur upp æfingarvikurnar hefur hjálpað liðinu mínu að vera meiðslalausir og í senn í frábæru formi.

Andri er góður í samskiptum og er alltaf til í að hlusta á mínar pælingar og samræma það við markmið liðsins.

Einnig finnst mér mikilvægt í hans þjónustu hversu góða eftirfylgni hann er með og finn ég að það skiptir hann máli hvernig mér og mínu liði er að ganga.

 

Ég mæli gríðarlega mikið með Andra og hans þjónustu."

2 fl þjálfari Stjörnunnar

UEFA A þjálfari

HILMAR ÁRNI HALLDÓRSSON

"Nálgun Andra á periodization hefur hjálpað mér gríðarlega þegar ég skipulegg æfingaplön.

 

Ég þarf ekki að vera sérfræðingur í líkamlegu hlutverki því ég get stuðst við þekkingu hans og í gegnum þjónustuna sem hann veitir fæ ég innsýn og þekkingu á mjög hagnýtan hátt.

Skref fyrir skref sýnir hann þér hvers vegna þetta er gert svona en ekki hitt, stutt af rannsóknum, og hægt og rólega verður þessi þáttur þjálfunarinnar svo miklu meðfærilegri.

Ég mæli eindregið með því sem Andri hefur upp á að bjóða; persónulega og faglega nálgun sem gefur þér svo mörg verkfæri til að vinna með til að stækka og vaxa sem þjálfari."

Stjarnan 3, 2 fl kvk og Álftanes mfl kvk

hilmar.jpg
image.png

GYLFI TRYGGVASON

"Ég hef notið þeirra forréttinda að vinna með Andra undanfarin fjögur ár og ég get með sanni sagt að hann er framúrskarandi í sínu fagi.

 

Áreiðanlegur, duglegur og svo sannarlega skuldbundinn því að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu.

 

Hann leggur sig fram um að tryggja frábæra þjónustu og einstakir skipulagshæfileikar hans, þekking og reynsla hafa verið ómetanleg.

 

Ef þú ert að leita að einhverjum sem þú getur treyst til að skila framúrskarandi árangri, þá er Andri rétti kosturinn."

Grindavík/Njarðvík MFL kvk 

kalli.jpg

JÓHANNES KARL SIGURSTEINSSON

"Ég hef unnið með Andra í tæpt ár og notað uppbyggingu hans og leiðsögn varðandi álagsstýringu fyrir lið í efstu deild. Ég get svo sannarlega mælt með nálgun hans.

Vandað skipulag og endurgjöf hjálpar okkur að halda réttum þjálfunarálagi innan hvers þjálfunartímabils, bæði á undirbúningstímabili og á keppnistímabili. Við höfum séð góða framþróun í tölum leikmanna og meiðsli eru alltaf í lágmarki.

 

Í stuttu máli, þá er þetta mjög aðgengileg álagsstýring, þar sem hvert markmið er skýrt á hverri æfingu og yfir lotur. Við fáum stöðuga endurgjöf og er haldið á tánum.

 

Þetta kerfi uppfyllir allar kröfur til að ná árangri í líkamlegum þáttum leiksins."
 

Stjarnan MFL kvk 

hörður umsöng.jpg

HÖRÐUR BJARNAR HALLMARSSON

"Andri hefur hjálpað mér með tímabilaskiptingu á þessu tímabili og ég er mjög ánægður með hvernig það hefur komið út.

 

Hann er einstaklega fær þegar að kemur að líkamlega þættinum í fótbolta, og einnig hefur hann mikinn skilning á því hvernig þjálfarar hugsa leikinn sem hjálpar mikið til.

 

Allt skipulag hefur verið frábært. Leikmenn eru að sýna miklar framfarir og á sama tíma hefur enginn leikmaður meiðst í allt sumar. Ég hef lært mikið af honum og hann er alltaf með góð svör við öllum spurningum og pælingum.

 

Ég mæli klárlega með Aperformance."

Haukar MFL kvk

d049888e-fd71-4a77-a250-183c088ed93d.jpeg

ARNAR PÁLL GARÐARSSON

"Með hjálp A Perfomance þá er auðveldara að setja upp æfingar á markvissan hátt sem nær því mesta útúr leikmönnum.

 

Meiðslatíðnin hefur verið í algjöru lágmarki og við erum að sjá leikmenn bæta hraða, hlaupatölur og styrk ennþá undir lok tímabils.

 

Með greiningum frá Andra erum við einnig að sjá munstur úr GPS gögnum gagnvart sigurleikjum sem hjálpar gríðarlega. Svo er hann alltaf að ýta undir og koma með pælingar um hvernig liðið getur bætt sig og leikmenn.

 

Ég gæti ekki mælt meira með Andra og þjónustunni sem hann býður uppá.."

Stjarnan MFL kvk

PERIODIZATION ÞJÓNUSTA

CONDITIONING
PERIODIZATION

24.900 kr á mánuði

  • Skýrt plan í gegnum hvíldartímabil, undirbúningstímabil og keppnistímail.
     

  • Byggðu upp orkukerfin með leiklíkum hætti í gegnum allt árið.
     

  • Finndu jafnvægið á milli stefnubreytinga og spretta á hámarkshraða og stignum það rétt.
     

  • Fáðu skýra return to play leiðbeiningar eftir að leikmenn koma úr meiðslum. 
     

  • Lærðu að bera virðingu fyrir endurheimt og notaðu verkfæri sem ýta undir hraðari endurheimt.  

  • Náðu stjórn á Volume og Intensity og lærðu hvernig og hvenær á að hækka eða lækka álag. 

STRENGTH
PERIODIZATION

Frá 14.900 kr á mánuði

  • Lærðu á jafnvægið á milli stöðugleika, styrks og sprengikrafts. 
     

  • Einfalt en áhrifarík progression í gegnum allt áriðsem tryggir að framför eigi sér stað.
     

  • Tvinnaðu saman strength og conditioning svo það styðji við hvort annað. 
     

  • Forvarnir á réttu augnablik sem minnka líkur á algengustu meiðslunum verulega.
     

  • Aukin styrkur inni í styrktarsal
    mun fjölga kraftmiklum hröðunum úti á velli. 
     

  • Aukin stöðugleiki í styrktarsalnum dregur úr meiðslum og eykur getu liðsins til að þola og takast á við mikið æfingaálag inni á vellinum.

GPS GREINING ÆFINGA, LEIKJA & LEIKMANNA

Frá 24.900 kr á mánuði

  • Notum gögnin til að tryggja að conditioning periodization planið sé að ganga upp. 
     

  • Veljum æfingar betur eða breytum þeim aðeins til að virkja rétt orkukerfi á réttu augnabliki.
     

  • Skoðum frammistöðu liðsins í leikjum og finnum tengingar á milli taps og sigra.
     

  • Rýnum í frammistöðu einstaklinga og notum gögn í að ákveða næsta skref.
     

  • Tryggjum að leikmenn finni jafnvægi á milli æfinga og endurheimtar í gegnum allt tímabilið.
     

  • Greinum hættu á ofþjálfun eða of lítilli þjálfun áður en hún hefur áhrif á frammistöðu

SKRÁNING Í FRÍA PERIODIZATION KYNNINGU

Fáðu innsýn í hvernig markvisst periodization getur bætt líkamlega frammistöðu
Ræðum verkefnið og hvernig/hvort A PERFORMANCE henti þér.

Hvert er þitt hlutverk?
Sjálfboðaliði
Starfa við stjórnun félagsins/liðsins
Þjálfari
Annað
Hverju hefur þú áhuga á?
bottom of page